Sérhæfing og nám í sáttamiðlun. Sérhæfing í fjölskyldu- og foreldraráðgjöf, skilnaðarráðgjöf, foreldrasamstarfi, stjúptengslum, umgengnis- og forsjármálum og sáttameðferð.
Menntun: Gyða er með BA próf í Menntunar- og uppeldisfræði frá Háskóla Íslands árið 1993 og réttindi sem félagsráðgjafi frá HÍ 1994. Gyða lauk jafnframt MA - námi frá Háskólanum í Álaborg 1996 og fékk réttindi sem sáttamaður árið 2007.
Starfsferill: Gyða starfaði sem almennur félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg í eitt ár eftir útskrift en þá fluttist hún til Danmerkur þar sem hún lauk MA námi. Á þeim fimm árum sem hún bjó í Danmörku starfaði hún í tvö ár sem félagsráðgjafi hjá sveitarfélaginu Tjele. Árið 1999-2000 starfaði Gyða sem deildarstjóri í barnavernd hjá Kópavogsbæ. Gyða fékk stöðu sem félagsmálastjóri í Sandgerði, Garði og Vogum árið 2000 og starfaði þar í 10 ár. Á árunum 2010 – 2017 starfaði hún sem sérfræðingur í málefnum félagsþjónustu sveitarfélaga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Á árunum 2017-2019 lagði hún stund á doktorsnám í félagsráðgjöf og hefur hún starfað sem sérfræðingum í málefnum barna og sáttamaður hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2019.
Gyða hefur verið stundakennari við Félagsráðgjafardeild HÍ frá árinu 2000 og verið aðjúnkt við sömu deild frá árinu 2010. Fræða- og kennslusvið hennar hefur aðallega verið viðtalstækni, sáttameðferð, barnaverndar- og fjölskyldulöggjöf, sem og félagsmálalöggjöf.