Ertu að skilja og skilur ekki neitt?

 

Það er að heilmiklu sem fólk þarf að huga við skilnað og er það okkar reynsla að fólk eigi erfitt með að aðgreina á milli hinna ýmsu hugtaka því tengt. Fjallað er um þessi málefni í bæði hjúskaparlögum og barnalögum. Þar eru hagsmunir barns ávallt hafðir að leiðarljósi þegar taka á ákvörðun sem tengist barni en jafnframt er fjallað um réttindi og skyldur foreldra sem ekki búa saman.

Sjá algengar spurningar og svör.

Á vefsíðu sýslumannsins er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um hvernig á að sækja um skilnað og hvert er ferlið skref fyrir skref. 

Sjá vef sýslumanns.

Á Smartlandi svara Þyrí og aðrir lögmenn á Lögfræðistofu Reykjavíkur innsendum spurningum. Margar þeirra hafa með skilnaðarmál að gera en einnig erfðamál og ýmis önnur mál er varða einstaklinga. 

Spurðu lögmanninn á Smartlandi.

Inni á vef Samvinnu eftir skilnað – barnanna vegna (SES) er að finna fjölmörg aðgengileg stafræn námskeið fyrir foreldra um áhrif skilnaðar á foreldra og börn.. Um er að ræða gagnreynt námsefni sem aðstoðar foreldra við að vinna úr skilnaðinum og við að hjálpa börnum í gegn um skilnað foreldra. Námskeiðin eru 18 talsins og flokkast í þrjú meginþemu um áhrif skilnaðar á foreldra, um áhrif skilnaðar á börn og samskipti á forsendum barna, auk námskeiða um samskipti foreldra, foreldrasamvinnu og um það hvernig hægt er að forðast algengar samskipta gryfjur sem foreldrar eiga það til að falla í foreldrasamstarfinu. Stafræni vettvangurinn er opinn öllum foreldrum án endurgjalds og hvetjum við alla foreldra til þess að kynna sér nánar stafræna vettvanginn samvinnaeftirskilnad.is.