Við byggjum þjónustu okkar á áratuga reynslu og þekkingu á fjölskyldumálum.

— Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi MA og Þyrí Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður.


Eigendur vefsíðunnar eru Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi MA og Þyrí Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður. Báðar hafa þær áratugareynslu á sviði fjölskylduréttar m.a. í fjölskyldu- og foreldraráðgjöf, málefnum barna, skilnaðarráðgjöf, foreldrasamstarfi og stjúptengslum, rekstri ágreiningsmála um málefni barna (forsjármál og umgengnismál), fjárskiptamálum, erfðamálum, barnaverndarmálum og ýmsum öðrum málaflokkum tengdum málefnum fjölskyldna og einstaklinga. 

Óskir þú eftir einstaklingsbundinni ráðgjöf hjá Gyðu eða Þyrí er hægt að fá frekari upplýsingar eða panta tíma með því að senda póst hér annaðhvort á Gyðu eða Þyrí.

 

Á þessari vefsíðu er að finna hagnýtar upplýsingar um hvaða skref þarf að taka við hjónaskilnað og sambúðarslit, bæði um það sem snýr að fjárskiptum milli hjóna og sambúðarfólks og um málefni barna.

 
 

Við vitum að hvert mál er einstakt og því er lögð rík áhersla að að finna hverju máli viðeigandi farveg út frá einstaklingsbundum þörfum hvers og eins, þar sem reynsla og sérþekking okkar nýtist þér sem best. Við byggjum þjónustu okkar á þverfaglegri lögfræði- og félagsráðgjafarmenntun, sem og þekkingu og áratugareynslu í fjölskyldumálum.

Við bjóðum jafnframt upp á fræðslu, fyrirlestra eða erindi tengd fjölskyldumálefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir.